Frá Íslandi

ER KOMIN HEIM!!!

 

Get ekki líst ánægjunni af því að komast í heita sturtu hvenær sem er, eða bara sturtu sem maður þarf ekki að skvetta yfir sig sjálfur. Sef í rúmi og með sæng. Ekki með neitt flugnanet og þarf ekkert að vera hrædd um að ver bitin til óbóta af moskítóflugum. Get gengið úti og andað djúpt að mér fersku lyktarlausu lofti. Grin

Þar sem lífið snýst um að að éta, tek ég líka gleði mína á ný yfir að geta étið meira sem ég hef verið án síðast liðna 4 mánuði eins og; mjólkurvörur og þá sérstaklega skyr og ost! Tala ekki um kjöt, kjúkling og fisk og svo ferskt grænmeti, hrökkbrauð með kotasælu, morgunkorn með kaldri íslenskri mjólk, ristað brauð með osti, súran appelsínusafa en ekki yfirsætan og svo margt margt fleira... eins og skyndibitana, pitsu og ís!!! já og drekka kranavatnið... það er toppurinn og svo er það svo ísjökulkalt þesa dagana.

Lifi klárlega fyrir það að éta en éta ekki til þess að lifaHalo

Það er ekki verra að hitta alla aftur, alla nánustu, fjölskyldu og vini því ekkert en nú mikilvægara í lífinu... 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Velkomin heim ástin!!!

Solla Guðjóns, 1.2.2008 kl. 10:33

2 identicon

Æ hvað er gott að vita orðið af þér á Íslandi, velkomin heim!

Hjördís Rut (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 10:38

3 identicon

Vá... Maður metur þetta greinilega ekki nógu mikils.... Velkomin heim!;)

Helga (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 10:56

4 identicon

Ahhh næææs! Ísland er einfaldlega BEST í heimi. Þó það sé reyndar allt of kalt þar...en allir hinir kostirnir vega það bara upp.

Segðu, lífið snýt svo sannarlega um það að éta

En velkomin heim enn og aftur! 

Helena (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 12:21

5 identicon

velkomin heim e'skan

Svappi (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 15:59

6 identicon

Lokaorð með stæl :D

Bjarmi (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 18:46

7 identicon

Frábært að vita af þér ,,öryggri" á klakanum. Hlakka endalaust til að hitta þig og bara láta aðeins eins og mongólíti með þér :D Mar er að verða alltof alvarlegur í þessu háskólalífi! Hafðu það sem allra best Andrea mín og TAKK fyrir jólakortið!! Var að fá það :) Kv. Hjúkku Lisa

Lísa (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband