Já til Indlands...

Fyrir svona ári þá var ég nýbyrjuð á lokaárinu mínu í ML. Voða spennt en líka sorgmædd yfir að ég væri að upplifa allt í síðasta skipti. Þá fór ég að hugsa...Woundering hvar verð ég stödd eftir nákvæmlega ár, ekki í háskóla allavega, hugsaði ég með mér. Þá fékk ég þá hugdetta að fara bara eitthvert af landi brott... en að gera hvað þá, ekki í skóla allavega. Fór í tölvuna (auðvitað) og skoðaði alls kona ferðir. Tók samt enga ákvörðun heldur hugsaði þetta í nokkra mánuði. Það besta sem ég get hugsað mér að gera er að hjálpa öðrum... og eftir að horfa á ABC- barnahjálp þátt, skoða útlandaferðir, fara margar heimsóknir á skrifstofur sem bjóða uppá einhverskonar ferðir, tala við marga, éta yfir mig, spreða alltof mikið á barnum eina helgi, nenna ekki í skólann og gera allskonar vitleysu, hugsað um fólk sem fær ekki að borða, á engan pening og hafa ekki kost á því að mennta sig... þá ákvað ég að skella mér í sjálfboðastarf. Wink

 Hef of oft skammast yfir því hvað Íslendingar séu í alltof mikilli velmegun. ÉTA of mikið, kaupa of mikið og gera flest of mikið... Það er ekkert sjálfsagt að allir eigi bíl, allir geti farið í skóla en margir nenna því ekki Shocking

En... hvert á hnöttinn átti það að vera svo sem... of mikið af löndum og of mikið af fólki sem vantar hjálp, en einhvern veginn komst ég að þvi að Indland skuli það vera.FootinMouth (tel það vera  að einhverju leyti Jónu Björk líffræðikennara að kenna)

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband