Hreinlætið peinsæti

Já, ég held að hreinlæti sé eitthvað ofan á brauð í Indlandi...

Ég kom við í apóteki um daginn. Útskýrði fyrir afgreiðslustúlkunni að ég væri að fara til Indlands í nokkra mánuði og hvað hún héldi að væri svona það nauðsynlegasta sem ég ætti að hafa meðferðis. okey sko... ég kom út með FULLAN innkaupapoka af dótiShocking Í honum var  meðal annars 3 tegundir af nálum, 20 stk af hverri, sprautur, ( ef ég skyldi verða einhvern veginn veik þannig það þurfi að sprauta mig, betra að hafa nálarnar hreinar) verkjalyf, sótthreinsandi spritt, 3 krukkur af magastyrkjasndi töflum, 3 kassar af pillum við bráðum niðurgangiSick, blautþurrkur, túrtappar, dömubindi, salt- og sykurfreyðitöflur til að taka ef maður hefur ælt mikið eða fengið niðurgang, sólarvörn, aloe vera gel, bómul eyrnapinna, plástra og fleira og fleira.

Ég verslaði mér líka svona silkipoka, sem er svona örþunnur svefnpoki sem er ætlaður til þess að haf innan í venjulegum svefnpoka, hann er svo lítill að hann kemt í rassvasann. Mun minni en hennar Þorgerðar sem hún tók með sér á Þjóðhátíð.Smile

Ég er að velta því fyrir mér þessa dagana hvað ég ætla að taka með og í hverju. Held það sé eðlilegast að fara með bakpoka. Sé mig ekki alveg fyrir mér vera að draga á eftir mér stóra ferðatösku á hjólum um götur Indlands, nee. Systir mín kær á bakpoka, stóran og góðan sem hún fékk í fermingargjöf fyrir mörgum árum. Held hann sé ónotaðaur, svo kannski ég reyni að plata hana til þess að lána mér hann. En með allan þenna hreinlætisvarning, þá er ekki mikið pláss fyrir allt annað. Sem er reyndar ekkerr svo mikið. Það er svo ári heitt þarna að fötin sem ég tek með mér eru þunn og létt. Engar ullapeysur og úlpur. og skór?... uuu... eru Indverjar ekki bara á tánum eða sandölum.

Ég er búin að ákveða að taka síma og myndvél með, en later á tölvuna, finnst það ekki alveg passa. Svo bara passann og kreditkortið.Police

kærlig helsen

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Guðmundsdóttir

Okey afhverju fórstu ekki bara í einhverja eiturefnastöð og fékkst svona heilgalla hjá þeim það tæki örugglega minna pláss, og kannski gasgrímu líka ;)

Berglind Guðmundsdóttir, 15.9.2007 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband