Ég ætti kannski að segja frá því að ég er að fara í sjálfboðastarf til Indlands. Ég flýg frá Íslandi til London 27.september og svo frá London til Delhi í næturflug og verð komin þanngað 28. september. Þaðan tek ég leigubíl á eitthvað gistihús og verð eitthvað að leika þar til 1. október, þá verður tekið á móti okkur sjálfboðaliðunum. Ég verð sem sagt að vinna hjá IDEX, í litlu þorpi norðanlega í Indlandi, eiginlega uppvið Pakistan, sem heitir Shiv og er á svæði sem kallast Rahjastan.

Það sem ég hef sótt um að gera er að kenna í litlum barnaskóla þarna, en ég fæ ekki að vita það fyrir víst hvort ég fæ það verkefnin fyrr en ég er komin út.Halo vona að ég fái að kenna frekar en að skúra spítala eða eitthvað.

 Sjálfboðaliðarnir búa saman í búðum, 3 og 3 saman í kofum með moldargólfum og moldarveggjum og stráþaki. Á Þakinu búa eðlur sem eru meinkausar og ekki á að reka í burtu því þær éta moskítóflugurnar. Magnað hvenig er hægt að lifa samlífi ha Wink

Ég bý í rauninni í eyðimörk, sem er svo sem ágætt, en það versta við það finnst mér er; að slöngur og önnur skriðkvikindi eru auðvitað að steikjast í sólinni og engin tré eða runnar með skugga til að kæla sig aðeins niður... þess vegna... leita þau inn í húsin til að finna skugga... ðððFrown

520ascd Guttinn á leið í skólann þar sem ég verð vonandi að kenna

 

9d77scd Kennsla við skólann

240bscd Kofarnir sem við sjálboðaliðarnir búum í, ekkert svo slæmt, bara frekar kósý


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HÆJJ :) Glæsileg bloggsíða elskan! Hlakka rosa til að fylgjast með þér :) Vildi að ég gæti bara komið með... Bara 60.000 í flug :) Gangi þér geggjað ve! Þú verður heiðursgestur í saumó í næstu viku :D

Lísa (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 19:47

2 identicon

Hæ andrea mín!:) Mikið lítur þetta allt framandi en svoo spennandi út!!:þ Þetta verður algjört ævintýri! Hlakka mikið til að fylgjast með þér;)

   Eeen þú ert nú ekki enn farin svo ég segi bara sjáumst hressar á eftir!!:)

Magga (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 20:29

3 identicon

Hæ lilli

Hvenær ætlaru að koma á vatnið að leika !

Sigurborg (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 17:14

4 identicon

Já, kannski bara á morgun... veit ekki hvort kaffið verði opið, það er orðið svo ári lítið að gera. En verð í bandi við þig :)

Andrea (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 18:55

5 identicon

Ég á ekki orð yfir góðmennsku þinni drési minn :) og ég skil ekki hvernig þú þorir þessu... ertu ekkert hrædd um að fá bara HIV eða eitthvað ? :P

Binni (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 19:12

6 identicon

Nee... ég ælta líka að reyna að vera ekki að sænga hjá innfæddum, maður veit aldrei hverjir eru sýktir

Andrea (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 19:17

7 identicon

Já þú ert frökk að þora þessu:P Hehe eins gott að láta innfædda eiga sig!!
Vona að þú getir verið í regluglegu tölvusambandi til þess að láta vita af þér, annars ertu bara dugleg að blogga á þessa nýju síðu;)

Helena (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 23:25

8 Smámynd: Hjördís Ásta

Ég vildi að ég væri duglegri við að láta eitthvað gott af mér leiða eins og þú Karlson   En ég er vissum að þetta verður sko upplifun fyrir þig það er nú alveg á hreinu. Og ekkert kynlíf með innfæddum við viljum ekki hafa það....og mundu nú að annar hver maður á eftir að biðja þig að giftast sér með þetta sólargula hár...og maður á EKKI að taka bónorðinu...heyriru það við viljum fá þig aftur heim 

Hjördís Ásta, 17.9.2007 kl. 12:41

9 identicon

já ég skal reyna... má til með að muna... ekki taka bónorðinu, eða hvernig var þetta... berja e-n á morgun... (Tímon í Lion King)

Andrea (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 13:00

10 identicon

haha... er ekki viss um að það séu margir sem skildu þetta, nema kannski Þorgerður Hlín og Jóhann Pétur 

Andrea (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 13:48

11 identicon

..hmm skildi þetta ekki.. þetta var eitthvað bull sem minnir óneitanlega á þegar hvernig ég var þegar ég fékk sólsting um árið... ekki líst mér á það ef þú færð sólsting af því að skoða myndirnar. En fer nú allt vel held ég..

heyrðu í mér þegar þú kemur í höfuðborgarhrepp

Svavar (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 18:23

12 identicon

híhí.. já geri það herra

Andrea (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 22:20

13 identicon

Er rafmagn þarna ? geturu hlaðið I-pod  ?

Bjarmi (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 11:00

14 identicon

Já held það sé rafmagn en ég á ekki i-pod svo það kemur ekki að sök ;)

Andrea (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 22:12

15 identicon

Vá hvað þetta er spennandi allt saman (fyrir utan bónorðin kannski) Gangi þér bara vel og vonandi getur þú bloggað eitthvað svo maður geti fylgst með! :)

Helga Björg (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 19:10

16 identicon

Fer ekki að koma blogg?:D Hvernig gengur undibúningurinn?
Já ég segi sama, ég held að við hin vonum meira en þú að þú fáir reglulegt internetsamband hehe segi svona;)

Kossar og knús frá mér lilli minn:*

Helena (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 14:05

17 identicon

Hææ... :) þetta er ekkert smá spennandi, get ekki beðið eftir að fylgjast með þér á blogginu :) en við sjáumst á eftir litli :D

Jóna Hulda (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 16:27

18 identicon

mér finnst þú ótrúlega hetja að ætla dveljast í indlandi. Þetta á samt pottþétt eftir að verða geðveikt! Býð spennt eftir bloggi frá indlandinu :)

Hildur Hjálms (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 21:31

19 identicon

hæhæ vildi bara óska þér góðrar ferðar.  Finnst þetta ótrúlega sniðugt sem þú ert að fara að gera og ótrúlega hugrökk að fara í svona framandi land og svona langt í burtu frá öllu.

En skemmtu þér ótrúlega vel! hlakka til að fylgjast með blogginu hér :)

Heiðrún (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 10:22

20 Smámynd: Valdís Anna Jónsdóttir

Hæhæ:) góða ferð út og gangi þér rosalega vel:)

Þetta er eeeeeeeeendalaust gaman:) Öfunda þig helling;)

hlakka til að lesa meira hérna frá þér:)

Valdís Anna Jónsdóttir, 26.9.2007 kl. 14:43

21 identicon

Hæ lilli!
Skrítið að hugsa til þess að núna erum við í sama landinu og aðeins 2 tímar á milli okkar! Mikið væri nú gaman að knúsa þig soldið áður en þú ferð...

Tek bara bílinn og MÖKKA út á Heathrow:D (verst að ég rata ekki einu sinni)

Helena (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 14:23

22 Smámynd: Andrea Karls

jæja Helena... þú hefur ennþá sjéns... á að rjúka á Heathrow og við getum kreist hvor aðra smá

Andrea Karls, 28.9.2007 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband