Enn á klakanum

Já... fólk sem hefur séð mig í dag heldur líklega að þessi Indlandsferð mín sé spuni frá upphafiTounge... því ég ætti að vera komin í það vanþróaða land Indland núna... EN... þegar Karl faðir minn var að keyra mig í bæinn í gær, fékk ég símtal frá Svövu hjá stúdentaferðum og hún upplýsti mig um það að vegabréfið mitt væri ennþá í BELGÍU GaspShocking... jæja... hvað gera bændur þá??? Svava fann annað flug til Delhi sólarhringi seinna ( sem er frekar furðulegt því þegar við vorum að finna flug í sumar var flugið þarna 27. það eina sem var laust) sem er algjör heppni, og það var líka eitt far laust með Icelandair í morgun flug ... sem passar einmitt fyrir mig Grin lán í óláni!

Ég er sem sagt að fara í flug klukkan 07:40 til London, verð komin þangað um 3:00 bíð í sex tíma og tek svo næturflug til Indlands, tek þaðan tuk tuk (þríhjóla leigubílar) á einhvert gistiheimili og verð bara að chilla Cool í Delhi í tvo daga þar til tekið verður á móti mér og gaman hefst.

(vegabréfið var í Belgíu því það var á leiðinni frá Noregi, því þar þurfti ég að fá vegabréfsáritun. Það er ekki Indverskt sendiráð á Íslandi svo Noregur er næsti bær) . Ég fékk það í hendurnar klukkan rétt fyrir fimm í dag sem var ákveðin léttirSmile

Næst, ef það verður eitthvað næst, blogga ég líklega frá Indlandinu góða...

MJÖG gaman að þið séuð að koma með ,,athugasemdir" það á örugglega eftir að vera gott í úglandinu, tengir mann aðeins heim W00t

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá Andrea hvað ég er stolt af þér að skella þér útí þetta. Það mættu margir taka sér þig til fyrirmyndar varðandi það hvernig þú leiðir hugann að því að það er ekki sjálfgefið að lifa í allri þessari velmegun og ekki allir svo heppnir. Það verður gaman að fylgjast með starfi þínu í gegnum þessa síðu, gangi þér vel!

kv.Hjördís Rut og fjölsk.

Hjördís Rut (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 08:15

2 identicon

Hæhæ!:) Ég hlakka til að lesa frá þér þegar verður komin í kofann þinn í Indlandi!:) Verður að vera dugleg að segja frá ævintýrum þínum, þau verða allavega örugglega mörg!;)   Þangað til næst!  Knúúúúús! :*

Magga (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 09:58

3 identicon

Gaman að heyra í þér áðan:) BÖGG að vera svona stutt frá þér og þú að HANGA í 9 tíma á Heathrow, best væri að stökkva upp í næstu lest og leika við þig á Heathrow;) Krakkarnir bjarga sér bara:D...En jiii 9 tímar, þú ÉTUR bara og VERSLAR eins og ég sagði þér að gera áðan! Mér fannst nú 6 tímarnir vera alveg too much þegar ég var að bíða í sumar og fyrir 2 árum en hvað þá 9!

Helena (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 13:33

4 identicon

Hæ Andrea okkar :) Gangi þér vel með allt saman. . vonandi geturu eitthvað látið vita af þér svo við getum sofið róleg ;) Við erum óendanlega stollt af þér!

Eyjólfur, Ásrún og mamma (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 14:46

5 Smámynd: Andrea Karls

Andrea a Heathrow: Takk fyrir kvedjurnar yndin min

Andrea Karls, 28.9.2007 kl. 14:55

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ ástin.Rosalega finnst mér þetta frábært hjá þérSveppi frændi er víst ekki á sama málilas ég einhver staðar hér að neðan

Kannski sérðu bleikan fíl

Ég á pottþétt eftir að fylgjast með þér.......þú er ekkert blávatn elsklingurinn minn.

Góða ferð ástin.

Bestu kveðjur frá Árna,Gunnu og Sollu.

Solla Guðjóns, 28.9.2007 kl. 15:24

7 identicon

..hehe, jú ég er ánægður með þetta hjá þér frænka, veit að þú átt eftir að láta margt gott af þér leiða þarna úti. Ég fylgist með líka, og verðum í bandi...

Sveppi, Svappi og bóndinn á Hóli (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 16:52

8 identicon

hæ hæ Andrea

mikið rosalega á þetta eftir að verða skemmtilegt og eftirminnilegt hjá þér og þú ert ekkert lítið dugleg að skella þér út og láta gott af þér leiða

bestu kveðjur

Jói, Lára og börn

Lára (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 19:04

9 Smámynd: Hjördís Ásta

Ég get ekki beðið eftir því að lesa fleiri blogg lilli minn og fylgjast með þér í þessu  En þú lofaðir að ég fengi heimilisfang hjá þér svo að við gætum sent þér bréf....já fólk því að það er ennþá hægt að skrifa með penna á blað hahaha  Og ég er spennt fyrir því

Hjördís Ásta, 28.9.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband